Yndislestur og bókakassar


Á haustdögum fórum við í gang með bókakassa fyrir yndislestur í 7. og 8. bekk.

Markmiðið er að auðvelda nemendum að einbeita sér að lestri yndislestrarbóka og koma í veg fyrir ráp í yndislestrarstund. Einnig er ætlunin að leggja enn frekari áherslu á að nemendur einbeiti sér að lestri bóka.

Í kassanum eru 24 bækur; skáldsögur eftir íslenska höfunda, klassísk verk og fróðleikur. Allar bækur eru merktar viðkomandi kennara.

Nemendur eru hvattir til að búa sér til eigið bókamerki til að hafa í bókinni, annars eru heimagerð bókamerki gefins á skólasafninu, gerð úr afskrifuðum ónýtum bókum.

Nemendur eru alltaf velkomnir á safnið til að sækja sér yndislestrarbók.


Featured Review
Tag Cloud
No tags yet.