TOP 10

Vinsælustu bækurnar þessa dagana:

01

Undur eftir R. J. Palacio

Þessi frábæra bók hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga vestan hafs. Átján manns eru með hana í láni frá skólasafninu eftir að foreldri gaf okkur bókina og nú er sagan væntanleg í kvikmyndahús.

 

02

er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur

Elísa hitti nemedur og spjallaði um eigin reynslu vegna eineltis og las upp úr bókinni. Eftir komu hennar fá færri en vilja bókina til útláns á safninu fyrir jólin.

 

03

Galdra-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson

Gunnar Theodór hryllingsnörd heillaði nemendur og kennara með upplestri sínum, það hefði mátt heyra saumnál detta.

 

04

Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson

Ævar Þór katta áhugamaður, rithöfundur, vísindamaður og fleira... hristi hressilega upp í áheyrendum sínum á skólasafninu. Það er engin lognmolla þar sem Ævar Þór er og nú er hann mættur með enn eina bók í vinsæla ævintýrabókaflokknum sínum.

 

05

Amma best eftir Gunnar Helgason

Eftir að Gunnar Helgason hætti með fótboltabækurnar hefur hann náð miklum vinsældum með bækurnar um fljölskylduna; Mamma klikk, Pabbi prófessor og nú Amma best, bækur sem koma öllum í gott skap.

 

06

Verstu börn í heimi og Flóttinn hans afa eftir David Walliams

Enn bætast við snilldarbækur frá Walliams. Það er ekki hægt að segja annað en bækur hans eru drepfyndnar og gífurlega vinsælar fyrir annan aldur lesenda.

 

 

Featured Review
Tag Cloud
No tags yet.

© 2023 by The Book Lover. Proudly created with Wix.com

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now