top of page

Hver er Greta Thunberg?


Greta Thunberg hefur verið á allra vörum síðan hún hóf verkfallsbaráttu sína til að þrýsta á aðgerðir í loftslagsmálum. En hvernig varð sænsk unglingsstúlka, sem hafði ekki getað talað við neinn utan fjölskyldunnar í mörg ár, að heimsþekktri

​baráttu- og ræðukonu?

Í þessari bók segja hún og fjölskylda hennar sögu sína, sögu af daglegu lífi sem snýst um Aspergerheilkenni, átröskun, ADHD, óperusöng og – ekki síst – umhverfisvernd. Húsið okkar brennur er einlæg og óhefðbundin frásögn af glímu fjölskyldunnar við óvægið samfélag nútímans. Það er móðir Gretu, Eurovisionstjarnan Malena Ernman, sem lýsir því hvernig dóttir hennar yfirsteig mikla erfiðleika til að berjast gegn stærstu ógn sem nokkurn tímann hefur steðjað að mannkyninu. (forlagid.is)




Featured Review
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page