top of page

Dagur barnabókarinnar 2. apríl


Smásaga eftir Ævar Þór Benediktsson var frumflutt í öllum grunnskólum landsins fimmtudaginn 5. apríl til þess að halda upp á dag barnabókarinnar. IBBY á Íslandi hefur síðastliðin átta ár fagnað deginum með því að færa grunnskólabörnum á Íslandi smásögu að gjöf. Sagan var samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin gat lagt við hlustir.

Ævar Þór skrifaði söguna Pissupásan fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Ævar hefur samið ellefu barnabækur sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga.

Dagur barnabókarinnar er 2. apríl. sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Þar sem daginn ber í ár upp á annan í páskum er sögustundin á fimmtudagsmorgni, 5. apríl.


Featured Review
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page