Hryllingsnörd í boði foreldrafélagsins á Degi íslenskrar tungu
- Ragnhildur Birgisdóttir

 - Nov 16, 2017
 - 1 min read
 
Gunnar Theodór rithöfundur heimsótti nemendur í 9. og 10. bekk á skólasafni Valhúsaskóla. Gunnar Theodór segist vera hryllingsnörd. Hann kynnti Dísu sína fyrir nemendum, Drauga- og Galdra-Dísu. Margt sem Gunnar Theodór notar í sögum sínum eru atvik sem hann hefur sjálfur uppifað. Í lok stundarinnar las hann upp úr hryllingssögu sinni Vetrarsaga-Jólasaga (2005). Maður vaknar upp við þungan skell og Hurðaskellir er kominn í heimsókn, hann er sannarlega ekki ljúfur gestur í þessari sögu. Hann var einnig með í fórum sínum bókina Köttum til varnar sem hann skrifaði eftir miklar fésbókar umræður þar sem hann kom köttum til varnar þegar banna átti lausagöngu katta árið 2005.
























Comments