Stóra upplestrarkeppnin hjá 7. bekk

Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2018 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla þann 27. febrúar.

Átta nemendur í 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði. Þeir fengu bókina er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur að gjöf frá skólanum fyrir þátttökuna.

Tveir nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru

upplestrarkeppninnar fyrir hönd Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla. Þeir eru Diljá Elíasdóttir og Kristinn Rúnar Þórarinsson. Auk þess var Ólafur Björgúlfsson valinn sem varamaður. Við óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni og öllum nemendum sem tóku þátt til hamingju með frammistöðuna.

Lokahátíðin fer fram á Seltjarnarnesi, 19. mars n.k. (Þórunn Halldóra Matthíasdóttir).


Featured Review
Tag Cloud
No tags yet.

© 2023 by The Book Lover. Proudly created with Wix.com

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now