top of page

Bókasafn móðurmál


Móðurmál, samtök um tvítyngi heldur úti bókasafni fyrir félagsmenn sína. Til að nota safnið þarf viðkomandi að gerast félagi í Móðurmál eða aðildarfélögum þess. Safnið var stofnað í desember 2016 og safnkostur fer ört vaxandi, þökk sé gjöfum. Bókasafnið samanstendur af safnkosti (bækur, tímarit, dvd, cd, hljóðbækur o.fl.) ýmsra móðurmálsskóla innan Móðurmáls. Bækur eru aðallega barna- og unglingabækur, þó sumir móðurmálsskólar eigi líka bækur fyrir fullorðna, kennsluefni og annað fræðsluefni.

Eins og staðan er í dag, hefur bókasafnið ekki einn samastað. Hver og einn skóli geymir og sér um að útvega sjálfur stað fyrir sitt efni. Móðurmál á einnig sinn safnkost, eru það aðallega barnabækur sem samtökunum hefur verið gefið og eru þær ekki bundnar við ákveðið tungumál. Móðurmál getur því átt bækur á spænsku líkt og spænski móðurmálshópurinn. Móðurmál leitar nú að samastað fyrir safnkostinn þar sem öll tungumál væru aðgengileg á einu stað bæði fyrir börn og fullorðna.

Markmið bókasafns Móðurmáls er að gera safnkostinn sýnilegan og auka aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna, t.d. með skráningu í landskerfi bókasafna Gegni. Með því býðst börnum af erlendum upppruna tækifæri á að fá bækur lánaðar með millisafnaláni í skólann sinn. Þetta er í augnablikinu bara bundið við Reykjavík, en við stefnum að því að reyna að veita öllum börnum sama tækifæri. Þau geta því bætt lestarfærni sína og markmiðið er í samræmi við þjóðarsáttmála um læsi.

Safnkosturinn er allur skráður undir nafni Móðurmáls og er hægt að skoða hann með því að fara inn á www.leitir.is og nota leitarorðið MODPG.


Featured Review
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page